Skólinn

Teikning af Fjólu og samnemendum hennar ásamt tveimur kennurum.

Í Breiðholtsskóla eru um 370 nemendur í 1.–10. bekk og 75 starfsmenn. Skólinn er í hjarta Breiðholtshverfis og við skólann er góð útisundlaug og stórt íþróttahús. Lögð er áhersla á árangur fyrir alla nemendur og einkunnarorðin ábyrgð, traust og tillitssemi eru leiðarljós í daglegu starfi skólans. Skólinn státar af fjölmenningarlegu samfélagi nemenda, foreldra og starfsmanna.

Í Breiðholtsskóla eiga nemendur að njóta sín sem best og fá tækifæri til að láta drauma sína rætast. Innleiðing á Menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030 er í fullum gangi. Á síðustu árum höfum við lagt áherslu á sköpun, félagsfærni, sjálfseflingu og læsi. Framundan er að auka áherslu á heilbrigðan lífsstíl og vellíðan og aukið samstarf við foreldra. Fjölbreyttir kennsluhættir og námsgleði nemenda skiptir miklu í Breiðholtsskóla því ánægðir og glaðir nemendur eiga auðveldara með að nýta sér metnaðarfulla kennslu samhentra kennara.

Frístund

Frístundaheimilið Bakkasel er fyrir börn í 1.-4. bekk í Breiðholtsskóla og félagsmiðstöðin Bakkinn býður upp á skemmtilegt og fjölbreytt starf fyrir börn og unglinga.

Opnunartími Bakkans:

Mánudagar: 
Opið fyrir 5-6.bekk frá 14-16

Opið fyrir 8-10.bekk frá 19:30-21:45

Þriðjudagar
Opið fyrir 8-10.bekk 13-15:30 svo aftur 19:30-21:45

Miðvikudagar
Opið fyrir 8-10.bekk 13-15:30

Opið fyrir 7.bekk 17:00- 19:00

Opið fyrir 8-10.bekk 19:30-21:45

Fimmtudagar: LOKAÐ

Föstudagar
Opið fyrir 5-7.bekk 17-18:30

Opið fyrir 8-10.bekk 19:30-22:45
 

Stjórnendur í Breiðholtsskóla

 

Skólastarfið

Starfsáætlun

Hvað er framundan í Breiðholtsskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira. 

Skólaráð

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Meginhlutverk skólaráðs að vera vettvangur fyrir alla fulltrúa skólasamfélagsins til að eiga samráð um málefni skólans.

Skólareglur

Skólareglur Breiðholtsskóla eru unnar í samræmi við 14. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008 en þar segir: 

Nemendur bera ábyrgð á eigin námi og á framkomu sinni og samskiptum með hliðsjón af aldri og þroska. Nemendum ber að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks grunnskóla í öllu því sem skólann varðar, fara eftir skólareglum og fylgja almennum umgengnisreglum í samskiptum við starfsfólk og skólasystkin. 

Kennarar kynna skólareglur fyrir nemendum og foreldrum/forsjármönnum þeirra á hverju hausti og minna á þær eins oft og þurfa þykir.

Matur í grunnskólum

Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2025-2026 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.

Þeir nemendur sem voru skráðir í fyrra verða sjálfkrafa skráðir í áskrift en aðrir þurfa að skrá sig. Breyting á skráningu fer fram á matur.vala.is.

Teikning af Fjólu að borða mat í skólanum

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag  er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar. 

Teikning af fólki að spjalla saman.

Nemendafélag Breiðholtsskóla

Við Breiðholtsskóla starfar nemendafélag eða unglingaráð. Nemendafélagið vinnur m.a. að félags,- hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Allir nemendur Breiðholtsskóla teljast félagar í nemendafélagi Breiðholtsskóla. Valdir eru tveir fulltrúar hvers árgangs í 1. – 10. bekk, án tillits til kyns. Nemendur velja sér ekki formann eða stjórn en skipta með sér verkum. Kosning fer fram í ágúst/september ár hvert.

Nemendur í 5. - 7. bekk og 8. – 10. bekk velja/kjósa sér sinn hvorn fulltrúann í skólaráð skólans. 

Forfallatilkynningar

Forföll nemenda svo sem veikindi ber að tilkynna í Mentor eins fljótt og auðið er, láta þarf vita daglega ef nemandinn er veikur lengur en einn dag. Sé óskað eftir leyfi skal það gert með fyrirvara með leyfisbeiðni á heimasíðu skólans. Ef forsjármenn þurfa að fá lengra leyfi en í 2 daga fyrir nemendur þurfa þeir að óska eftir því skriflega, á þar til gerðu eyðublaði og fá samþykki skólastjóra, enda er þá nám nemenda á ábyrgð forsjármanna þann tíma sem þeir eru frá skóla. 

Leyfi sem er lengra en ein vika er litið á sem tímabundna undanþágu frá skólasókn. Sótt er um á sérstöku eyðublaði sem hægt er að nálgast á heimasíðu skólans. Í slíkum tilfellum er forsjármaður boðaður á fund skólastjórnanda og umsjónarkennara þar sem fjallað er um umsóknina. Skólinn fjallar síðan um umsóknina og áskilur sér rétt til að hafna henni ef ástæða þykir til. Öll röskun á námi nemandans sem af slíku hlýst er alfarið á ábyrgð foreldra/forsjármanna.

Mat á skólastarfi

Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.

Skólahverfi

Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Breiðholtsskóla.