Skólaráð Breiðholtsskóla
Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári.
Hlutverk skólaráðs
-
Fjallar um skólanámskrá, rekstraráætlun, starfsáætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið.
-
Fjallar um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla og gefur umsögn áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar.
-
Tekur þátt í að móta stefnu og sérkenni skóla og tengsl hans við grenndarsamfélagið.
-
Fylgist með öryggi, húsnæði, aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Fjallar um skólareglur, umgengnishætti í skólanum.
-
Fjallar um erindi frá skólanefnd sveitarfélags, foreldrafélagi, kennarafundi, almennum starfsmannafundi, nemendafélagi, einstaklingum, menntamálaráðuneyti, öðrum aðilum varðandi málefni sem talin eru upp í þessari málsgrein og veitir umsögn sé þess óskað.
-
Tekur þátt í öðrum verkefnum á vegum skólanefndar að fengnu samþykki sveitarstjórnar.
Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla.
Ráðið setur sér vinnuáætlun og verkefnaskrá fyrir skólaárið, ákveður hve oft verður fundað, á hvað er lögð áhersla og svo framvegis.
Fulltrúar skólaráðs
Nafn | Fulltrúi | Netfang |
Ásta Bjarney Elíasdóttir | Skólastjóri | Asta.bjarney.eliasdottir@reykjavik.is |
Hjördís Kvaran Einarsdóttir | Kennari (fyrra ár) | Hjordis.kvaran.einarsdottir@reykjavik.is |
Berglind Helgadóttir | Kennari (seinna ár) | Berglind.helgadottir@reykjavik.is |
Vigdís Ósk Óskarsdóttir | Starfsmanna (fyrra ár) | Vigdis.osk.oskarsdottir@reykjavik.is |
Yrsa Rós Brynjudóttir | Foreldra (seinna ár) | yrsa.r.brynjudottir@gmail.com |
Gunnhildur Karlsdóttir Rocksén | Foreldra (fyrra ár) | gunnka@gmail.com |
Grendars.fél. (fyrra ár) | ||
Nemenda yngri | ||
Nemenda eldri |
Fundargerðir skólaráðs
Hér verða birtar fundargerðir skólaráðs.