Hagnýtar upplýsingar

Opnunartími skólans

Skólinn er opinn frá kl 08:00 - 16:00 á virkum dögum.

Hafragrautur er í boði frá kl. 8:00  og í nestistíma unglinga frá 9:40 - 10:00.

Kennsla hefst kl. 8:20 og lýkur skóladeginum kl. 13:40 í 1. - 4. bekk og kl. 13:50 í 5.-7. bekk. Í unglingadeild hefst kennsla kl. 9:00 en lýkur kennslu á mismunandi tímum, fer eftir valgreinum.

Skrifstofa

Skrifstofa skólans er opin:

  • mánudaga til fimmtudaga frá kl. 8:00 - 15:00.
  • föstudaga frká kl. 8:00 - 14:00.

Símanúmer skólans er 411-7450.

Netfang skólans er breidholtsskoli@reykjavik.is.

Yfir sumartímann er skrifstofan lokuð frá 17. júní til og með frídags verslunarmanna. 

Forföll nemenda

Forföll nemenda s.s. veikindi og leyfi ber að tilkynna í Mentor eins fljótt og auðið er, láta þarf vita daglega ef nemandinn er frá lengur en einn dag.  

Undanþága frá skólasókn

Ef leyfi er lengra en 2 dagar þarf að sækja um það með því að senda póst á breidholtsskoli@reykjavik.is  og tilgreina fullt nafn nemanda, tímabil leyfis og ástæðu á þar til gerðu eyðublaði. Leyfisbeiðnum skal haldið í lágmarki. Öll röskun á námi nemenda, sem hlýst af leyfi eða undanþágu frá skólasókn, er á ábyrgð foreldra eða forsjáraðila.

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs 

Mikilvægt er að foreldrar og forsjáraðilar, fylgist vel með fréttum af veðri, veðurspám og öðrum tilmælum frá yfirvöldum sem gætu haft áhrif á skóla- og frístundastarf barna og bregðist við í samræmi við aðstæður hverju sinni. Veðurfar og aðstæður geta verið mismunandi eftir hverfum og breyst skjótt með ófyrirséðum hætti. 

Mötuneyti

Mötuneyti er í miðrými á 1. hæð skólans. Máltíðir eru gjaldfrjálsar en engu að síður þarf að skrá nemendur í mat í gegnum Völu.

Hafi barnið ofnæmi eða óþol staðfest af lækni er mjög mikilvægt að koma því á framfæri við yfirmann mötuneytis. 

Nemendur eiga einnig kost á því að fá hafragraut að morgni á milli kl. 8:00 – 8:20 endurgjaldslaust.

Nesti

Nemendur á yngsta- og miðstigi borða nesti í kringum fyrri frímínútur. Þeir eiga að taka með sér hollt og gott nesti að heiman og vatnsbrúsa.


Nemendur 8.-10. bekkjar borða nesti í fyrri frímínútum í matsal og fá hafragraut í boði skólans.

Frímínútur

Nemendur í 1.-7. bekk fara daglega út í frímínútur tvisvar á skóladeginum. Skólaliðar, stuðningsfulltrúar og kennarar annast gæslu nemenda á göngum og skólalóð. Til þess að nemendur geti notið útivistar þurfa þeir að vera klæddir eftir veðri og hafa með sér auka föt þegar ástæða er til. Hjá okkur er allra veðra von en reynt er að fara alltaf út með nemendum á hverjum degi. Nemendur í 8.-10. bekk hafa val um útiveru í sínum frímínútum.

Mentor

Mentor heldur utan um stundatöflur, ástundun, heimavinnu, bókun í foreldraviðtöl og námsmat. Foreldrar/forsjáraðilar tilkynna veikindi og skammtímaleyfi barns þar inni. Hægt er að leita til skólaritara fyrir nánari upplýsingar. 

 - Handbók um Mentor fyrir aðstandendur