Piparkökuhúsakeppni Breiðholtsskóla 2025

piparkökuhúsakeppni2025

Árleg piparkökuhúsakeppni Breiðholtsskóla var haldin á bókasafni skólans í vikunni.

Samtals tóku 28 börn í 1.- 8. bekk þátt í piparkökuhúsakeppninni 2025. Piparkökuhúsin voru samtals 22 þótt sum samanstæðu reyndar af piparkökuhúsaþyrpingum. 

Dómararnir, 13 talsins úr nemenda- og starfsmannahópnum auk gestadómara frá Hótel- og veitingaskóla Íslands, fengu mjög erfitt verkefni eins og svo oft áður og ótrúlega gaman að sjá hversu mikið keppendur lögðu á sig.

Sigurvegarar í heimabakað og skreytt 1.-5. bekkur.
1. sæti: Sandra Elizabeth Rutkowska og Igne Navickaite í 2. bekk með 35 stig.
2. sæti: Maja Andrulyté í 3. bekk með 22 stig.
3. sæti: Brynja Guðrún Eysteinsdóttir og Freyja Rut Sæland í 3. bekk með 17 stig.
Sigurvegarar í keypt og skreytt 1.-10. bekkur
1. sæti: Lilja Lúkasdóttir Olsen í 2. bekk með 25 stig.
2. sæti: Viktoría Lúkasdóttir Olsen , Annika Paraiso og Aya Askari í 8. bekk með 23 stig.
3. sæti: Viktor Olaf Kislicki í 5. bekk með 16 stig.
 
Hægt er að sjá myndir af meistaraverkunum og öðru frábæru starfi bókasafnsins á Facebook-síðu Skólasafns Breiðholtsskóla.