Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Breiðholtskirkju í gær. Tveir keppendur frá hverjum skóla í Breiðholti kepptu þar og urðu fulltrúar Seljaskóla hlutskarpastir og annar af fulltrúum Hólabrekkuskóla hreppti þriðja sætið.
Okkar fulltrúar, Aya og Hrefna, stóðu sig mjög vel og voru sjálfum sér og skólanum til sóma. Linda var varamaður en varamenn mæta líka á keppnina, þeir þurfa að vera til taks ef eitthvað kemur uppá og þurfa því að æfa sig í lesefni beggja keppendanna!
Tónlistaratriði voru frá öllum skólunum fimm og var Kara Kristrún Bergmann, 6. BG, okkar fulltrúi þar. Kara spilar á þverflautu og var hennar flutningur opnunaratriðið.
Á myndinni eru keppendurnir þrír ásamt Köru, Sóldísi bekkjarsystur sinni, Friðjóni umsjónarkennara og Björgvini aðstoðarskólastjóra.