Frábær árangur nemanda á Norðurlandaólympíuleikum í forritun og Forritunarkeppni framhaldsskólanna

gunnsteinn_forritunarkeppni
Þann 5. mars sl. fóru fram Norðurlandaólympíuleikarnir í forritun. Í ár voru keppendur frá Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og Íslandi og eru keppendur staðsettir í sínu heimalandi á meðan keppni stendur. Gunnsteinn Þór, nemandi í 10. bekk Breiðholtsskóla, tók þátt í keppninni og fékk bronsmedalíu! 
 
Á laugardaginn, 8. mars sl., fór fram Forritunarkeppni framhaldsskólanna. Þar er keppt í þremur misþungum deildum; Alfa, Beta og Delta. Gunnsteinn, þrátt fyrir að vera aðeins í 10. bekk, keppti í þyngstu deildinni sem heitir Alfa deild. Hann var þar í liðinu Byte Marks ásamt tveimur nemendum úr Menntaskólanum í Reykjavík; Magnúsi Thor Holloway og Merkúri Mána Hermannssyni. Liðið lenti í 3. sæti í Alfa deild.
 
Breiðholtsskóli óskar Gunnsteini innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!
 
Sjá niðurstöður Norðurlandaólympíuleika í forritun: https://danskdatalogidyst.dk/noi2025-results
Sjá meira um Forritunarkeppni framhaldsskólanna: https://www.ru.is/namid/hr-plus/forritunarkeppni-framhaldsskolanna