Dagur íslenskrar náttúru í Breiðholtsskóla

dagur íslenskrar náttúru brh 2025

Nemendur og starfsfólk í Breiðholtsskóla gerðu sér glaðan dag á 16.september síðastliðinn, dagur íslenskrar náttúru.

Allir árgangar voru úti við og gerðu ýmislegt skemmtilegt eins og sést á þessum myndum. Má nefna að sumir bekkir fóru í Elliðaárdalinn, aðrir bekkir kynntust nær umhverfinu sínu og hreinsuðu m.a. skólalóðina og í kringum skólalóðina. 4. Bekkur gerði sér lítið fyrir og gekk upp Úlfarsfell og allt unglingastigið fór upp á Esjuna og fengu svo grillaðar pylsur eftir gönguna. Við fengum frábært veður og dagurinn heppnaðist frábærlega í alla staði, eintóm bros í lok skóladags.

Fleiri myndir birtar á Facebook síðu Breiðholtsskóla.