Stoðþjónusta í Breiðholtsskóla

Stoðþjónusta Breiðholtsskóla er samheiti yfir alla þá stoðþjónustu sem styður við almenna kennslu innan skólans. Stoðþjónusta getur falist í ráðgjöf til kennara varðandi kennslu eða annað er snýr að nemendum. Áhersla er lögð á að nemendur fái markvissan stuðningi til lengri eða skemmri tíma. Stoðþjónustan byggir á þverfaglegri samvinnu. Í skólanum starfa sérkennarar, kennarar, þroskaþjálfar, stuðningsfulltrúar og annað starfsfólk með ólíkan en dýrmætan bakgrunn.  Ýmsir starfsmenn geta komið að þjónustu við nemendur með fatlanir eða aðrar skilgreindar þarfir. Lögð er áhersla á samvinnu allra fagaðila undir stjórn skólastjóra, deildarstjóra stoðþjónustu og umsjónarkennara viðkomandi barns. 

Námstilboð við hæfi

Skólinn leitast við að veita öllum nemendum sínum námstilboð við hæfi. Stoðþjónustan getur falið í sér breytingar á námsmarkmiðum, námsumhverfi, kennsluaðferðum og námsmati miðað við það sem almennt gerist og er þá kennt samkvæmt markmiðum einstaklingsnámskrár sem er einstaklingsbundin kennsluáætlun. 

Teikning af Fjólu

Einstaklingsnámskrá

 Í einstaklingsnámsskrá kemur fram hvar nemandi stendur í námi, tiltekin markmið sem ætlað er að ná ákveðnu tímabili og aðferðir sem eru notaðar til að meta hvort nemandinn hafi náð settum markmiðum. 

Sérkennarar

 Sérkennarar sem sjá um sérkennslu ýmist í hópum eða einstaklingsbundið, inni í bekk eða í sérkennslustofu. Þeir aðstoða kennara við aðlögun námsefnis og námsmats þegar þörf er á og vinna einstaklingsnámskrár og áætlanir fyrir nemendur í samvinnu við kennara og þroskaþjálfa. 

Hafa samband

Kolbrún Ósk Albertsdóttir

Deildarstjóri stoðþjónustu