Námsráðgjöf í Breiðholtsskóla

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda. Hann vinnur með nemendum, foreldrum og forráðamönnum, kennurum, skólastjórum og einnig öðrum starfsmönnum skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda. Hann sinnir stuðningi og ráðgjöf við nemendur sem eiga í námslegum eða félagslegum erfiðleikum. Náms- og starfsráðgjafi er talsmaður og trúnaðarmaður nemenda í skólanum. Hann veitir jafnframt ráðgjöf um námsval og brautir framhaldsskólanna og veitir leiðsögn í námstækni.

Náms- og starfsráðgjafi situr fundi nemendaverndarráðs sem er formlegur samstarfsvettvangur allra þeirra er annast þjónustu við nemendur. 

Teikning af konu að vinna við tölvu.

Hafa samband

Margrét Sigvaldadóttir, námsráðgjafi

Sími 411- 7467

Námsráðgjafi er við alla daga vikunnar. 

Hægt er að senda tölvupóst eða hringja til að panta viðtal.