Nám og kennsla

Teikning af kennara fyrir framan töfluna í kennslustofu.

Grunnskólar Reykjavíkurborgar vinna eftir aðalnámsskrá grunnskóla með Menntastefnu Reykjavíkurborgar til hliðsjónar. Meginmarkmið stefnunnar er að öll börn vaxi, dafni og uni sér saman í lýðræðislegu samfélagi sem einkennist af mannréttindum og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs.

Í kraftmiklu skóla- og frístundastarfi öðlast börn og unglingar menntun og reynslu til að láta drauma sína rætast og hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag.

Mentor

Mentor er upplýsingakerfi fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans. Forsjáraðilar og nemendur fá aðgangsorð að Mentor. Á fjölskyldusíðunni sjá forsjáraðilar stundatöflur barna sinna, heimavinnu, námsmat, skólasókn og fleira.

Kennsluáætlanir

Í kennsluáætlunum er lýst  inntaki námsins og námsmati sem gefa kennurum, nemendum og foreldrum yfirsýn um það sem fengist er við í kennslunni. Náms- og kennsluáætlanir árganga eru sendar foreldrum að hausti en þær má finna í Mentor hvers árgangs. Eldri nemendur geta einnig nálgast kennsluáætlanir á Google Classroom.

 

Stefna skólans í heimanámi

Stefna Breiðholtsskóla er að halda heimanámi í lágmarki hjá yngri nemendum en það eykst smátt og smátt eftir því sem nemendur eldast og verða sjálfstæðari í námi. Kennarar setja nemendum fyrir í heimanámi með góðum fyrirvara. Yfirlit yfir verkefni heimanáms eru birtar í Mentor. 

 

Lestraþjálfun er mikilvægur þáttur heimanáms og þurfa allir nemendur að lesa heima á hverjum degi a.m.k. 5 daga vikunnar. Mikilvægt er að þjálfa ýmsar gerðir lestrar, æfa hraða jafnt sem framsögu. Gott er að venja sig á að ræða lesefnið heima og auka þannig orðaforða og skilning hjá nemendum. Foreldrar skrá heimalestur í appið LÆSIR og fá aðgang að því frá íslenskukennara nemenda.

Teiknuð mynd af barni, kennara og foreldri sem sitja saman við borð.

Námsmat

Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla er megin­tilgangur námsmats að veita nemendum tækifæri til að geta aflað sér leiðbeinandi upplýsinga um framvindu náms og hvernig nemendum tekst að ná markmiðum námsins. 

Markmið námsmats eru:

  • Að meta þekkingu, leikni og hæfni nemenda á viðfangsefnum.
  • Að meta framfarir nemenda og hvetja til náms.
  • Að leiðbeina nemendum um námið og hvernig þeir geta náð settum markmiðum.
  • Að veita upplýsingar til nemenda, forráðamanna og kennara um hæfni, framfarir, vinnubrögð og stöðu náms. Einnig að upplýsa viðtökuskóla og skólayfirvöld eftir því sem við á.
  • Að greina hverjir þurfa á sérstakri aðstoð að halda.

Viðmið um skólasókn

Mikil áhersla er lögð á stundvísi nemenda í skólanum. Öll börn og ungmenni á aldrinum 6 til 16 ára eru skólaskyld og bera foreldrar/forsjáraðilar ábyrgð á því að börnin innritist í grunnskóla, sæki skólann og stundi þar nám.

Ef misbrestur verður á skólasókn ber foreldrum/forsjáraðilum og skólanum að bregðast við. Til þess að þau viðbrögð verði sem árangursríkust hafa grunnskólarnir í Reykjavík sett sér samræmd viðmið og reglur sem þeir vinna eftir.