Heilsugæsla í Breiðholtsskóla

Heilsugæsla skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd. Skóla-heilsugæslan leitast við að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsfólk heilsugæslu vinnur í náinni samvinnu við foreldra / forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Sé þörf á geta forsjáraðilar leitað til Suðurmiðstöðvar varðandi aðstoð tengda heilsugæslu barns síns.

Fræðsla og forvarnir

Skólaheilsugæsla sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta. Öll tækifæri sem gefast eru nýtt til að fræða nemendur og vekja þau til umhugsunar og ábyrgðar á eigin heilbrigði. Foreldrar geta leitað eftir ráðgjöf skólaheilsugæslunnar varðandi vellíðan, andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði barnsins.

Teiknuð mynd af barni, kennara og foreldri sem sitja saman við borð.

Skipulag og þjónusta við nemendur

Reglubundnar skoðanir og bólusetningar

 

1. bekkur: Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling.

4. bekkur: Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling.

7. bekkur: Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling. Bólusett gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt (ein sprauta). Stúlkum er boðið upp á bólusetningu v/leghálskrabbameins (cervarix) – sem eru tvær sprautur.

9. bekkur: Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling. Bólusett gegn stífkrampa, barnaveiki, kíghósta og mænusótt (ein sprauta).

Nemendur í öðrum árgöngum eru skoðaðir ef ástæða þykir til eða ef foreldrar og kennarar óska eftir því. Skólaheilsugæsla fylgist einnig með því að börn hafi fengið þær bólusetningar sem tilmæli landlæknis segja til um. Ef börn hafa ekki fengið fullnægjandi bólusetningar verður haft samband við foreldra.

 

Svefn, nesti og skjólfatnaður

Reglulegur og nægjanlegur svefn er mikilvægur fyrir heilsu og þroska barna. Börn þurfa að sofa 10 - 12 klst. á nóttu. Skóladagur nemenda er langur, mikilvægt er að borða reglulega og hafa með sér hollt og gott nesti. Einnig er mikilvægt að  nemendur séu klæddir eftir veðri.

 

Hafa samband

Skólahjúkrunarfræðingur Breiðholtsskóla er Kristín Rún Friðriksdóttir

Viðtalstími er eftir samkomulagi.

Netfang: breidholtsskoli@heilsugaeslan.is 

 Sími í skóla: 411 7450.

Viðverutími hjúkrunarfræðings við skólann er alla virka daga frá kl. 8:00 - 12:00. 

Ýmsir fundir í tengslum við starfið falla undir þennan tíma.