Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin fór fram í dag í skólanum. Keppnin er haldin ár hvert fyrir nemendur 7. bekkjar
Að þessu sinni tóku sjö nemendur þátt og kepptu í upplestri á bókasafni. Dómarar voru Þórdís, Unnur og Pálína.
Þau sem tóku þátt voru Úlfur, Friðjón, Julia, Sigríður, Aya, Hrefna og Linda.
Sigurvegarar urðu Aya, Hrefna og Linda og var mjög mjótt á mununum á þessum þremur.
Aya og Hrefna verða fulltrúar skólans í lokakeppninni og Linda verður varamaður.
Við óskum þeim til hamingju með árangurinn og góðs gengis í lokakeppninni!