Skrekkur - undanúrslit

Skrekkur Breiðholtsskóli 2025

Breiðholtsskóli keppir í undanúrslitum Skrekks í Borgarleikhúsinu kl 20:00 í kvöld. Hægt verður að horfa á beint streymi á RÚV 2.

Það var flottur hópur krakka í 8. - 10. bekk sem lagði af stað í Borgarleikhúsið í hádeginu í dag, þar sem fyrsta undankeppni Skrekks fer fram kl 20:00. Hópurinn hefur unnið hörðum höndum að undirbúningi á atriðinu, en þau hafa staðið sig með prýði í öllu ferlinu.

Við í Breiðholtsskóla, starfsfólk, aðstandendur og samnemendur, megum vera mjög stolt af þessum snillingum og sendum þeim góða strauma þegar þau stíga á svið í kvöld!

 

Beint streymi á RÚV 2 má nálgast hér: https://www.ruv.is/sjonvarp/beint/ruv2