Jólaskemmtanir og jólafrí

jólalogo_brhskoli

Nú styttist í jólafrí! Jólaskemmtanir eru í kvöld 18. og á morgun 19. desember.

Skólastarf hefst aftur þriðjudaginn 6. janúar.

Í kvöld, 18. desember, mæta nemendur í 8.-10. bekk kl 19:30 í heimastofu með sínum kennara. 

Jólaball er síðan kl 20:00-21:30. Að því loknu eru unglingar komnir í jólafrí!

 

Á morgun, 19. desember eru síðan jólaskemmtanir hjá 1.-7. bekk á eftirtöldum tímum:

8:30-10:00 - 2., 4. og 7. bekkur (eftir það gæsla hjá þeim nemendum sem skráðir eru í Bakkasel, aðrir fara heim)

10:00-11:30 - 1., 3., 5. og 6. bekkur

Dagskrá hópa:

Nemendur hitta kennara í heimastofu og fara beint í hátíðarsalinn til að sjá helgileikinn.

Jólaböll í matsal hefjast strax að loknum helgileik.

Eftir ballið fara nemendur með kennurum sínum í stofu og halda þar kósýstund. T.d. hlusta á sögu, spila, vera með getraunir eða leiki. Borða glaðning frá jólasveini 😉.

Það er enginn hádegismatur þennan dag nema fyrir þau börn sem eru áfram í skólanum og fara í Bakkasel.