Íslenskuverðlaun unga fólksins 2025
Fyrir hönd Breiðholtsskóla voru Camila De L. A. Tarazona Lezama í 2. Bekk, Santiago Andres Galeno Barrios í 7. bekk og Erla Ólafsdóttir í 10. bekk tilnefnd til Íslenskuverðlauna unga fólksins.
Verðlaunaafhendingin fór fram við hátíðlega athöfn í Hörpu mánudaginn 17. nóvember sl.
Frú Vigdís Finnbogadóttir heiðraði samkomuna með nærveru sinni en hún er jafnframt verndari verðlaunanna.
Við óskum nemendum okkar innilega til hamingju með tilnefninguna.